Markalaust í Austurríki

U-21 árs landslið Íslands gerði markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í dag í leik liðanna í forkeppni EM. Íslenska liðið leikur í riðli með Austurríkismönnum og Ítölum, en hvert lið spilar aðeins tvo leiki í riðlinum og sigurvegari hans kemst í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Íslenska liðið mætir því Ítalska hér heima 1. september.