Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot 15. ágúst 2006 19:00 Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Hálfur annar sólarhringur er liðinn frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah gekk í gildi og enn sem komið hefur friðurinn að mestu haldist. Búist er við að fjölmennt líbanskt herlið verði komið til suðurhluta landsins á fimmtudaginn og við það fara ísraelskir hermenn að draga sig smám saman suður yfir landamærin. Sá fjórðungur Líbana sem orðið hefur að yfirgefa heimili sín vegna átakanna er óðum að snúa aftur og reyna að koma lífi sínu í samt lag. Margir hafa þó ekki að neinu að hverfa því sprengjur Ísraela hafa jafnað heilu þorpin við jörðu. Verst er ástandið á þeim stöðum í suðurhluta landsins þar sem ísraelsk stjórnvöld telja að Hizbollah hafi haft bækistöðvar sínar, þar er eyðileggingin algjör. Líbanska þjóðin virðist enn eina ferðina hafa orðið leiksoppur í valdatafli stórveldanna. Bandaríkjamenn studdu Ísraela með ráðum og dáð og Sýrlendingar, ásamt Írönum, eru sterkasti bakhjarl Hizbollah-samtakanna. Bashir Assad Sýrlandsforseti tjáði sig í fyrsta sinn um átökin í dag, sigri hrósandi. Assad sagði Hizbollah hafa háð stórfenglegar orrustu og bætti því við að þrátt fyrir að áform Bandaríkjanna um Mið-Austurlönd væru runnin út í sandinn þá væri friðar ekki að vænta á svæðinu á meðan núverandi valdhafar í Washington réðu þar ríkjum. Vera má að sitthvað sé til í því en þá ber að hafa í huga um leið að ráðsherrarnir í Damaskus teljast tæplega til friðflytjenda fyrir botni Miðjarðarhafs og geta því varla firrt sig ábyrgð á hildarleik undanfarinna vikna. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Hálfur annar sólarhringur er liðinn frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah gekk í gildi og enn sem komið hefur friðurinn að mestu haldist. Búist er við að fjölmennt líbanskt herlið verði komið til suðurhluta landsins á fimmtudaginn og við það fara ísraelskir hermenn að draga sig smám saman suður yfir landamærin. Sá fjórðungur Líbana sem orðið hefur að yfirgefa heimili sín vegna átakanna er óðum að snúa aftur og reyna að koma lífi sínu í samt lag. Margir hafa þó ekki að neinu að hverfa því sprengjur Ísraela hafa jafnað heilu þorpin við jörðu. Verst er ástandið á þeim stöðum í suðurhluta landsins þar sem ísraelsk stjórnvöld telja að Hizbollah hafi haft bækistöðvar sínar, þar er eyðileggingin algjör. Líbanska þjóðin virðist enn eina ferðina hafa orðið leiksoppur í valdatafli stórveldanna. Bandaríkjamenn studdu Ísraela með ráðum og dáð og Sýrlendingar, ásamt Írönum, eru sterkasti bakhjarl Hizbollah-samtakanna. Bashir Assad Sýrlandsforseti tjáði sig í fyrsta sinn um átökin í dag, sigri hrósandi. Assad sagði Hizbollah hafa háð stórfenglegar orrustu og bætti því við að þrátt fyrir að áform Bandaríkjanna um Mið-Austurlönd væru runnin út í sandinn þá væri friðar ekki að vænta á svæðinu á meðan núverandi valdhafar í Washington réðu þar ríkjum. Vera má að sitthvað sé til í því en þá ber að hafa í huga um leið að ráðsherrarnir í Damaskus teljast tæplega til friðflytjenda fyrir botni Miðjarðarhafs og geta því varla firrt sig ábyrgð á hildarleik undanfarinna vikna.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira