Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri 15. ágúst 2006 14:59 Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira