Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri 14. ágúst 2006 21:41 Mynd/AP Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira