Byssurnar þagnaðar 14. ágúst 2006 19:00 Margir flóttamenn snúa nú aftur til síns heima. MYND/AP Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira