Byssurnar þagnaðar 14. ágúst 2006 19:00 Margir flóttamenn snúa nú aftur til síns heima. MYND/AP Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira