Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons 14. ágúst 2006 12:00 Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir. MYND/AP Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira