Ekki búist við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna álykti fyrr en á morgun 9. ágúst 2006 19:05 Mynd/AP Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 29 daga hernaður Ísraela gegn skæruliðum Hizbollah hefur lítinn árangur borið. Að minnsta kosti finnst ísraelsku ríkisstjórninni tími til kominn að herða sóknina inn í Líbanon enn frekar. 30.000 manna landherlið fær það verkefni sækja langt norður í Líbanon og er búist við að hernaðurinn muni standa í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það þýðir aðeins eitt, þjáningar óbreyttra borgara munu halda áfram. Yfir hundrað Ísraelar hafa látið lífið frá því átökin hófust en hinum megin landamæranna er mannfallið margfalt meira. Á meðan þessum hildarleik fer fram gengur öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hægt að koma sér saman um stefnu til að binda enda á þessi hörmulegu átök. Arabaríkin vilja að í ályktun ráðsins verði þess krafist að ísraelskar hersveitir haldi þegar til síns heima um leið og friði hafi verið komið á. Bandaríkjamenn og Frakkar óttast hins vegar að slíkt ákvæði komi í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Ekki er búist við hún verði borin undir atkvæði fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Nú rétt áðan flutti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sjónvarpsávarp þar sem hann kvaðst styðja að líbanskt herlið tæki að sér öryggisgæslu í Suður-Líbanon. Hann lofaði þó áframhaldandi árásum og hvatti araba sérstaklega til að hafa sig frá ísraelsku borginni Haifa. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 29 daga hernaður Ísraela gegn skæruliðum Hizbollah hefur lítinn árangur borið. Að minnsta kosti finnst ísraelsku ríkisstjórninni tími til kominn að herða sóknina inn í Líbanon enn frekar. 30.000 manna landherlið fær það verkefni sækja langt norður í Líbanon og er búist við að hernaðurinn muni standa í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það þýðir aðeins eitt, þjáningar óbreyttra borgara munu halda áfram. Yfir hundrað Ísraelar hafa látið lífið frá því átökin hófust en hinum megin landamæranna er mannfallið margfalt meira. Á meðan þessum hildarleik fer fram gengur öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hægt að koma sér saman um stefnu til að binda enda á þessi hörmulegu átök. Arabaríkin vilja að í ályktun ráðsins verði þess krafist að ísraelskar hersveitir haldi þegar til síns heima um leið og friði hafi verið komið á. Bandaríkjamenn og Frakkar óttast hins vegar að slíkt ákvæði komi í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Ekki er búist við hún verði borin undir atkvæði fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Nú rétt áðan flutti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sjónvarpsávarp þar sem hann kvaðst styðja að líbanskt herlið tæki að sér öryggisgæslu í Suður-Líbanon. Hann lofaði þó áframhaldandi árásum og hvatti araba sérstaklega til að hafa sig frá ísraelsku borginni Haifa.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira