Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem 9. ágúst 2006 12:15 Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira