Framtíð friðargæslu á Sri Lanka rædd 8. ágúst 2006 13:00 MYND/AP Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. Fimmtán starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Action Against Hunger fundust myrtir í höfuðstöðvunum í Muttur í gær. Það var svo í morgun sem tveir starfsfélagar þeirra fundust í bíl skammt frá. Þeir höfðu hlotið sömu örlög. Vegsummerki benda til þess að þeir hafi lagt á flótta þegar hinir fimmtán voru myrtir en ekki komist lengra þar sem morðingjarnir hafi elt þá uppi. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum og segja liðsmenn stjórnarhersins Tamíltígra seka en því hafna uppreisnarmenn og segja herinn ataðan blóði hjálparstarfsmannanna. Stjórnvöld á Srí Lanka hafa heitið ítarlegri rannsókn á morðunum. Af þessu má ráða að ástandið á Srí Lanka er afar óstöðugt og hafa uppreisnarmenn og stjórnarhermenn barist í austurhéraðinu Trincomalee síðustu rúma viku. Sérfræðingar segja hættu á allsherjar borgarastyrjöld. Eftirlit með vopnahléi í landinu hefur verið í höndum norræna friðargæsluliðsins sem í eru um sextíu menn. Þeim fækkar um fjörutíu um næstu mánaðamót þegar Danir, Finna og Svíar hverfa af vettvangi að kröfu Tamíltígra. Eftir eru Íslendingar og Norðmenn og er eftir að ákveða hvort fjölgað verði í hópnum eða þá að önnur þjóð bætist í hópinn með samþykki deiluaðila. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir framtíð þess ráðast á allra næstu dögum. Jon Hanssen Bauer, sérlegur sendifulltrúi eftirlitsins, fundi nú á Sri Lanka með fulltrúum stríðandi fylkinga. Þar ræði hann átök síðustu dag og vikna og framtíð friðareftirlits. Þorfinnur segir deilendur gefa merki um að þeir vilji halda friðargæsluliði í landinu. Eftir er að ákveða hvernig eftirliti verði hátta og það komi í ljós á næstu dögum. Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. Fimmtán starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Action Against Hunger fundust myrtir í höfuðstöðvunum í Muttur í gær. Það var svo í morgun sem tveir starfsfélagar þeirra fundust í bíl skammt frá. Þeir höfðu hlotið sömu örlög. Vegsummerki benda til þess að þeir hafi lagt á flótta þegar hinir fimmtán voru myrtir en ekki komist lengra þar sem morðingjarnir hafi elt þá uppi. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum og segja liðsmenn stjórnarhersins Tamíltígra seka en því hafna uppreisnarmenn og segja herinn ataðan blóði hjálparstarfsmannanna. Stjórnvöld á Srí Lanka hafa heitið ítarlegri rannsókn á morðunum. Af þessu má ráða að ástandið á Srí Lanka er afar óstöðugt og hafa uppreisnarmenn og stjórnarhermenn barist í austurhéraðinu Trincomalee síðustu rúma viku. Sérfræðingar segja hættu á allsherjar borgarastyrjöld. Eftirlit með vopnahléi í landinu hefur verið í höndum norræna friðargæsluliðsins sem í eru um sextíu menn. Þeim fækkar um fjörutíu um næstu mánaðamót þegar Danir, Finna og Svíar hverfa af vettvangi að kröfu Tamíltígra. Eftir eru Íslendingar og Norðmenn og er eftir að ákveða hvort fjölgað verði í hópnum eða þá að önnur þjóð bætist í hópinn með samþykki deiluaðila. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir framtíð þess ráðast á allra næstu dögum. Jon Hanssen Bauer, sérlegur sendifulltrúi eftirlitsins, fundi nú á Sri Lanka með fulltrúum stríðandi fylkinga. Þar ræði hann átök síðustu dag og vikna og framtíð friðareftirlits. Þorfinnur segir deilendur gefa merki um að þeir vilji halda friðargæsluliði í landinu. Eftir er að ákveða hvernig eftirliti verði hátta og það komi í ljós á næstu dögum.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira