Átta óbreyttir borgarar létust í árásum Ísraelshers á Suður- Líbanon í morgun. Fimm manns létust og fjórir særðust þegar eldflaug Ísrealea hæfði íbúðarhús í þorpinu Ansar. Önnur eldflaug lenti á húsi í bænum Naquara við landamæri Ísrael með þeim afleyðingum að þrír létust og einn særðist. Hizbollah-liðar skutu fjölda eldflauga á bæji í norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að níu manns létu lífið og níu særðust.
Í ályktunartillögu Bandaríkjamanna og Frakka er hvatt til þess að Hizbollah-skæruliðar og Ísraelsher hætti árásum sínum tafarlaust. Orðalag ályktunartillögunnar þykir fagnaðarefni fyrir Ísraelsmenn, en samkvæmt því hafa Ísraelar rétt á að verja sig og svara árásum Hizbollah. Hizbollah hefur hins vegar ekki slíkan rétt. Tillagan hefur verið lögð fyrir öryggisráðið og vonast er til að ályktunin verði samþykkt eftir fáeina daga.