Borgarastríð í Írak líklegt 3. ágúst 2006 19:06 Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira