Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju 2. ágúst 2006 19:00 Íbúi í Trincomalee á Srí Lanka, þar sem vatn er nú af skornum skammti. MYND/AP Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira