Jóhannes Valgeirsson gat ekki haldið áfram dómgæslu í leiknum vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í Grindavík fyrir skömmu.
Garðar Örn Hinriksson hefur tekið við flautunni en hann dæmdi leik ÍA og FH í gær.
Staðan í leiknum er 1-0 fyrir KR, Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu.