Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð 31. júlí 2006 18:55 Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði nú síðdegis að ekkert yrði af vopnahlé í Líbanon á næstu dögum. Stríðinu í Líbanon yrði ekki hætt fyrr en Hizbollah-skæruliðar gætu ekki lengur skotið flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Olmert sagðist finna til með Líbönum sem þjáðust. Hann bætti því við að Hizbollah-samtökin hefðu orðið fyrir miklu áfalli sem þeim ætti eftir að reynast erfitt að jafna sig á. Ísraelsk hermálayfirvöld segja að þegar hafi tekist að eyða tveimur þriðju af langdrægum flugskeytum Hizbollah sem Íranar eru sagðir hafa útvegað þeim. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í dag hætt við því að friður yrði úti í öllum Mið-Austurlöndum ef ekki tekst að stilla til friðar hið fyrsta í Líbanon. Afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar. Egyptar voru fyrstir Araba til að undirrita friðarsamkomulag við Ísraela. Eins og heyra má hefur ekki orðið lát á hernaðaraðgerðum Ísraela í Líbanon í dag. Tilkynnt var í gær að hlé yrði gert á loftárásum á landið í tvo sólahringa til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Það var svo ekki langt liðið að degi þegar loftárásir hófust á ný, að sögn hermálayfirvald til að styðja við hermenn á jörðu niðri. Hermálayfirvöld hafa í dag tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði nú síðdegis að ekkert yrði af vopnahlé í Líbanon á næstu dögum. Stríðinu í Líbanon yrði ekki hætt fyrr en Hizbollah-skæruliðar gætu ekki lengur skotið flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Olmert sagðist finna til með Líbönum sem þjáðust. Hann bætti því við að Hizbollah-samtökin hefðu orðið fyrir miklu áfalli sem þeim ætti eftir að reynast erfitt að jafna sig á. Ísraelsk hermálayfirvöld segja að þegar hafi tekist að eyða tveimur þriðju af langdrægum flugskeytum Hizbollah sem Íranar eru sagðir hafa útvegað þeim. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í dag hætt við því að friður yrði úti í öllum Mið-Austurlöndum ef ekki tekst að stilla til friðar hið fyrsta í Líbanon. Afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar. Egyptar voru fyrstir Araba til að undirrita friðarsamkomulag við Ísraela. Eins og heyra má hefur ekki orðið lát á hernaðaraðgerðum Ísraela í Líbanon í dag. Tilkynnt var í gær að hlé yrði gert á loftárásum á landið í tvo sólahringa til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Það var svo ekki langt liðið að degi þegar loftárásir hófust á ný, að sögn hermálayfirvald til að styðja við hermenn á jörðu niðri. Hermálayfirvöld hafa í dag tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira