Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu 31. júlí 2006 18:17 Ísraelskir hermenn leita skjóls í bardaga við Hisbollah skæruliða við landamærin að Líbanon MYND/AP Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira