Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé 31. júlí 2006 09:18 Mynd/AP Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira