Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins 30. júlí 2006 19:30 Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira