Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon 27. júlí 2006 12:45 MYND/AP Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Það voru mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem komu fram með þessar ásakanir fyrr í vikunni. Fulltrúar þeirra segja Ísraelsher skjóta klasasprengjum í stórskotaliðsárásum. Spengjurnar dreifa mörgum minnisprengjum eftir að þær hafa skollið til jarðar. Samtökin segja slíkar sprengjur hafa verið notaðar í árásum á þorpið Blida í Suður-Líbanon fyrir rúmri viku þar sem einn óbreyttur borgari féll og minnst tólf særðust, þar af sjö börn. Starfsmenn samtakanna munu hafa orðið varir við sprengjur af þessari gerð í vopnabirgðum stórskotaliðsmanna í Ísarelsher við landamærin að Líbanon. Ísarelar svara þessum fullyrðinum þannig þeir noti aðeins vopn sem ekki eru bönnuð með alþjóðalögum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur þó ekki fengist í gegn. Loft- og stórskotaliðsárásir Ísraelshers í Suður-Líbanon héldu áfram í dag. Níu hermenn féllu í átökum í bænum Bint Jbeil í gær og er það mesta mannfall á einum degi úr röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum hálfum mánuði. Yfir 430 Líbanar og 50 Ísarelar hafa fallið á þeim tíma. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að sigur Hizbollah yrði sigur fyrir hryðjuverkamenn um allan heim. Til að forða mannfalli meðal Ísarelskra hermanna yrði að jafna þorp nálægt landamærunum að Ísrael við jörðu. Íbúar þar hefðu fengið nægan tíma til að hafa sig á brott og því væru aðeins stuðningsmenn Hizbollah eftir þar nú. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Það voru mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem komu fram með þessar ásakanir fyrr í vikunni. Fulltrúar þeirra segja Ísraelsher skjóta klasasprengjum í stórskotaliðsárásum. Spengjurnar dreifa mörgum minnisprengjum eftir að þær hafa skollið til jarðar. Samtökin segja slíkar sprengjur hafa verið notaðar í árásum á þorpið Blida í Suður-Líbanon fyrir rúmri viku þar sem einn óbreyttur borgari féll og minnst tólf særðust, þar af sjö börn. Starfsmenn samtakanna munu hafa orðið varir við sprengjur af þessari gerð í vopnabirgðum stórskotaliðsmanna í Ísarelsher við landamærin að Líbanon. Ísarelar svara þessum fullyrðinum þannig þeir noti aðeins vopn sem ekki eru bönnuð með alþjóðalögum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur þó ekki fengist í gegn. Loft- og stórskotaliðsárásir Ísraelshers í Suður-Líbanon héldu áfram í dag. Níu hermenn féllu í átökum í bænum Bint Jbeil í gær og er það mesta mannfall á einum degi úr röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum hálfum mánuði. Yfir 430 Líbanar og 50 Ísarelar hafa fallið á þeim tíma. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að sigur Hizbollah yrði sigur fyrir hryðjuverkamenn um allan heim. Til að forða mannfalli meðal Ísarelskra hermanna yrði að jafna þorp nálægt landamærunum að Ísrael við jörðu. Íbúar þar hefðu fengið nægan tíma til að hafa sig á brott og því væru aðeins stuðningsmenn Hizbollah eftir þar nú.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira