Ísraelar grunaðir um græsku 26. júlí 2006 19:00 Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður. Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira