Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra 26. júlí 2006 18:32 Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira