Valskonur halda uppteknum hætti í toppbaráttunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og í kvöld valtaði liðið yfir Fylki 14-0 á Valbjarnarvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með því að skora 7 mörk í leiknum. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.
Nýr leikmaður Vals, Julie Stewart, skoraði þrennu í leiknum, Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk og þær Telma Gylfadóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Valur er á toppi deildarinnar með 30 stig.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Margrét Þórólfsdóttir eitt þegar KR lagði Keflavík 3-0 á útivelli. Stjarnan lagði lið KA/Þórs 3-0 með mörkum frá Helgu Jóhannesdóttur, Soffíu Gunnarsdóttur og Bjarkar Gunnarsdóttur.
Loks vann lið Breiðabliks auðveldan sigur á lánlausu liði FH 12-1 í Hafnarfirði.