Sigur á Englendingum

Íslenska stúlknalandsliðið vann í dag sigur á Englendingum 96-79 í B-deildinni á Evrópumóti U-18 ára landsliða sem fram fer á Ítalíu. Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu 20 stig hvor og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 17 stig.