Birkir Már framlengir við Val

Knattspyrnudeild Vals hefur framlengt samning sinn við varnarmanninn Birkir Má Sævarsson til ársins 2010. Birkir er uppalinn Valsmaður og hefur spilað ágætlega með liðinu í sumar. Þá var Birkir fyrir nokkru valinn í íslenska U21 árs landsliðshópinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.