Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon 25. júlí 2006 12:45 Mynd af öðrum sjúkrabíl Rauða krossins í Líbanon sem varð fyrir árás á sunnudaginn. MYND/AP Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira