Uppgjörin að renna í hlað

Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna.