Lögreglan á Indlandi tilkynnti í dag að þrír menn hafi verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í borginni Mumbai á dögunum. Þetta eru fyrstu handtökurnar í tengslum við rannsókn málsins. Tveir mannanna voru handteknir í austurhluta Indlands en sá þriðji var klófestur í Mumbai-borg í gær. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur mönnunum en þeir eru sagðir tengjast víðtækri hryðjuverkastarfsemi í Suður-Asíu. 207 manns létust í árásunum og yfir 800 særðust.
Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárásanna á Indlandi
