
Erlent
Hitabylgja í Evrópu
Níu hafa týnt lífi í hitabylgju í Frakklandi. Um alla Evrópu er hitinn yfir þrjátíu stig og er útlit fyrir að svo verði áfram. Gærdagurinn var sá heitasti í London í níutíu og fimm ár og hitamet falla víðar á meginlandinu. Danir fara ekki varhluta af hitanum heldur, þar hefur sala á rjómaís aukist um meira en tuttugu prósent og selst hafa helmingi fleiri sólgleraugu en í venjulegum júlímánuði.