Jarðskjálfinn á Jövu 18. júlí 2006 19:35 Jarðskjálftar eru tíðir í og við Indónesíu enda gengur þar Indó-Ástralíuflekinn undir Evrasíuflekann. Skjálftar sem verða undir hafsbotninum eru hins vegar þeir hættulegustu því þá getur myndast flóðbylgja á borð við þá sem grandaði 230.000 manns á öðrum degi jóla 2004. Stærð skjálftans í gær var 7,7 en upptök hans voru skammt suður af indónesísku eynni Jövu. Skömmu eftir að jörðin skókst skall 2 metra hár ölduveggur á suðurhluta Jövu. Bátar og bílar þeyttust upp nærliggjandi tré og hús brotnuðu eins og eldspýtur. Sumum tókst að forða sér undan sjónum en ekki öllum. 341 lík hefur fundist og yfir 200 manns er ennþá saknað, þar á meðal nokkurra erlendra ferðamanna sem ætluð sér að eiga náðuga daga í sólinni. 54.000 manns eru sagðir hafa misst heimili sín á Jövu en tjónið virðist að mestu bundið við þær slóðir. Í kjölfar flóðbylgjunnar miklu var mikið rætt um nauðsyn þess að koma á viðvörunarkerfi vegna flóðbylgna svo harmleikurinn þá endurtæki sig aldrei. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nánast ekkert hefur verið gert í þeim efnum. Ekki er hægt að slá því föstu að þeir sem létust í flóðbylgjunni í gær væru enn á lífi ef slíkur búnaður væri fyrir hendi en vísast hefði hann frekar orðið til gagns en tjóns. Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Jarðskjálftar eru tíðir í og við Indónesíu enda gengur þar Indó-Ástralíuflekinn undir Evrasíuflekann. Skjálftar sem verða undir hafsbotninum eru hins vegar þeir hættulegustu því þá getur myndast flóðbylgja á borð við þá sem grandaði 230.000 manns á öðrum degi jóla 2004. Stærð skjálftans í gær var 7,7 en upptök hans voru skammt suður af indónesísku eynni Jövu. Skömmu eftir að jörðin skókst skall 2 metra hár ölduveggur á suðurhluta Jövu. Bátar og bílar þeyttust upp nærliggjandi tré og hús brotnuðu eins og eldspýtur. Sumum tókst að forða sér undan sjónum en ekki öllum. 341 lík hefur fundist og yfir 200 manns er ennþá saknað, þar á meðal nokkurra erlendra ferðamanna sem ætluð sér að eiga náðuga daga í sólinni. 54.000 manns eru sagðir hafa misst heimili sín á Jövu en tjónið virðist að mestu bundið við þær slóðir. Í kjölfar flóðbylgjunnar miklu var mikið rætt um nauðsyn þess að koma á viðvörunarkerfi vegna flóðbylgna svo harmleikurinn þá endurtæki sig aldrei. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nánast ekkert hefur verið gert í þeim efnum. Ekki er hægt að slá því föstu að þeir sem létust í flóðbylgjunni í gær væru enn á lífi ef slíkur búnaður væri fyrir hendi en vísast hefði hann frekar orðið til gagns en tjóns.
Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira