Öryggisráðið dragi fæturna 16. júlí 2006 18:30 Ávarp Nasrallah, árásir Ísraela í suðurhluta Beirút í baksýn MYND/AP Forseti Líbanon sakar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að draga fæturna í stað þess að grípa til aðgerða til að stöðva loftárásir Ísraela í Líbanon. Hann segir þetta með vilja gert til að gefa Ísrael meiri tíma til að knésetja Líbanon. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú grandað yfir hundrað manns á fimm dögum, langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Öryggisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi en engin niðurstaða fékkst í málum Líbanons og Ísraels. Meðan forsetinn hélt ræðu sína héldu Ísraelar áfram að varpa sprengjum úr herflugvélum sínum á úthverfi Beirút og suðurhluta Líbanons. Raforkuver í Beirút var sprengt í loft upp í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah kom fram í sjónvarpsviðtali í dag og sagði þar að árásin á Haifa í morgun væri einungis byrjunin á árásum samtakanna. Ísraelsher sendi einnig frá sér viðvörun eftir árásina á Haifa í morgun þar sem var varað við skæðum loftárásum til hefndar fyrir Fólk flýr nú í stríðum straumum frá landamærum Ísraels og Líbanons og hafast margir íbúar Suður-Líbanons, sem flúið hafa heimili sín, við í neyðarskýlum í höfuðborginni og freista þess að komast úr landi. Stjórnvöld í Íran neita alfarið ásökunum Ísraela um að íranskt herlið hafi verið eða sé í Líbanon til stuðnings Hezbollah. Hins vegar leyndi æðsti leiðtogi Írans í engu aðdáun sinni á Hezbollah og sagði að Hezbollah myndi aldrei láta sigrast. Erlent Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Forseti Líbanon sakar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að draga fæturna í stað þess að grípa til aðgerða til að stöðva loftárásir Ísraela í Líbanon. Hann segir þetta með vilja gert til að gefa Ísrael meiri tíma til að knésetja Líbanon. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú grandað yfir hundrað manns á fimm dögum, langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Öryggisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi en engin niðurstaða fékkst í málum Líbanons og Ísraels. Meðan forsetinn hélt ræðu sína héldu Ísraelar áfram að varpa sprengjum úr herflugvélum sínum á úthverfi Beirút og suðurhluta Líbanons. Raforkuver í Beirút var sprengt í loft upp í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah kom fram í sjónvarpsviðtali í dag og sagði þar að árásin á Haifa í morgun væri einungis byrjunin á árásum samtakanna. Ísraelsher sendi einnig frá sér viðvörun eftir árásina á Haifa í morgun þar sem var varað við skæðum loftárásum til hefndar fyrir Fólk flýr nú í stríðum straumum frá landamærum Ísraels og Líbanons og hafast margir íbúar Suður-Líbanons, sem flúið hafa heimili sín, við í neyðarskýlum í höfuðborginni og freista þess að komast úr landi. Stjórnvöld í Íran neita alfarið ásökunum Ísraela um að íranskt herlið hafi verið eða sé í Líbanon til stuðnings Hezbollah. Hins vegar leyndi æðsti leiðtogi Írans í engu aðdáun sinni á Hezbollah og sagði að Hezbollah myndi aldrei láta sigrast.
Erlent Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira