Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig 14. júlí 2006 12:00 MYND/AP Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Þeir létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við. Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skipaði í gær her sínum að herða árásir á Líbanon. Ísraelsmenn hafa nú náð að miklu leyti að einangra Líbanon frá umheiminum. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút er lokaður, öllum höfnum landsins hefur verið lokað og Ísraelsmenn hafa sprengt upp hluta af vegakerfi landsins. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta er í einu af flugskýlum Beirút flugvallarins og fylgja þrír íslenskir flugvirkjar flugvélinni. Þeir dvöldu í nótt á hóteli nálægt flugvellinum. Már Þórarinsson er einn þeirra og segir hann þá hafa heyrt í sprengingum í nótt og að lætin hafi verið mikil. Már segir að þeir hafi ekki talið sér vært lengur á hótelinu heldur ákveðið að færa sig lengra frá flugvellinum enda hafi þeim verið ráðlegt að gera það. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. Ráðuneytið segir mörg ríki hafa gefið út sérstakar viðvaranir til þegna sinna vegna ferðalaga til þessara svæða og munu starfsmenn þess fylgjast grannt með gangi mála og gefa út frekari upplýsingar ef ástæða þykir til. Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Þeir létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við. Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skipaði í gær her sínum að herða árásir á Líbanon. Ísraelsmenn hafa nú náð að miklu leyti að einangra Líbanon frá umheiminum. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút er lokaður, öllum höfnum landsins hefur verið lokað og Ísraelsmenn hafa sprengt upp hluta af vegakerfi landsins. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta er í einu af flugskýlum Beirút flugvallarins og fylgja þrír íslenskir flugvirkjar flugvélinni. Þeir dvöldu í nótt á hóteli nálægt flugvellinum. Már Þórarinsson er einn þeirra og segir hann þá hafa heyrt í sprengingum í nótt og að lætin hafi verið mikil. Már segir að þeir hafi ekki talið sér vært lengur á hótelinu heldur ákveðið að færa sig lengra frá flugvellinum enda hafi þeim verið ráðlegt að gera það. Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. Ráðuneytið segir mörg ríki hafa gefið út sérstakar viðvaranir til þegna sinna vegna ferðalaga til þessara svæða og munu starfsmenn þess fylgjast grannt með gangi mála og gefa út frekari upplýsingar ef ástæða þykir til.
Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira