Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt 2. júní 2006 19:16 Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. Samtök atvinnulífsins kynntu í morgun tilboð til verkalýðshreyfingarinnar til að koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp um næstu áramót eins og stefnir í vegna verðbólgu sem er nú sjö til átta prósent. Atvinnurekendur bjóða 12 þúsund króna flata launahækkun og tilteknar hækkanir að auki á næstu misserum. Samtök atvinnulífsins segja þó mesta kjarabót að ná verðbólgunni niður en það sé sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Grétar Þorsteinsson, formaður Así, segir að hugmyndirnar verði núna kynntar í aðildarfélögum ASÍ og að þeim verði væntalega svarað innan þriggja tveggja vikna. Hann hafnar ekki hugmyndunum en segir að það sé alveg ljóst að ef mál þroskist eitthvað, sem sé ekki ólíklegt, verði bankað upp á hjá ríkisstjórninni. Það sé algerlega út í hött að gera svona hluti án þess að hún taki þátt í því og þar að auki eigi hún drjúgan þátt í því ástandi sem menn upplifi núna. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir jákvætt að aðilar vinnumarkaðarins reyni að forðast uppsögn kjarasamninga og segir ríksstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að niðurstaða sem hefði í för með sér að böndum yrði náð á verðbólgunni fyrr en ella yrði að veruleika. Það þurfi að fara yfir það með aðilum vinnumarkaðarins hvernig staðið yrði að því ef til kæmi. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. Samtök atvinnulífsins kynntu í morgun tilboð til verkalýðshreyfingarinnar til að koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp um næstu áramót eins og stefnir í vegna verðbólgu sem er nú sjö til átta prósent. Atvinnurekendur bjóða 12 þúsund króna flata launahækkun og tilteknar hækkanir að auki á næstu misserum. Samtök atvinnulífsins segja þó mesta kjarabót að ná verðbólgunni niður en það sé sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Grétar Þorsteinsson, formaður Así, segir að hugmyndirnar verði núna kynntar í aðildarfélögum ASÍ og að þeim verði væntalega svarað innan þriggja tveggja vikna. Hann hafnar ekki hugmyndunum en segir að það sé alveg ljóst að ef mál þroskist eitthvað, sem sé ekki ólíklegt, verði bankað upp á hjá ríkisstjórninni. Það sé algerlega út í hött að gera svona hluti án þess að hún taki þátt í því og þar að auki eigi hún drjúgan þátt í því ástandi sem menn upplifi núna. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir jákvætt að aðilar vinnumarkaðarins reyni að forðast uppsögn kjarasamninga og segir ríksstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að niðurstaða sem hefði í för með sér að böndum yrði náð á verðbólgunni fyrr en ella yrði að veruleika. Það þurfi að fara yfir það með aðilum vinnumarkaðarins hvernig staðið yrði að því ef til kæmi.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira