Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá Manchester United, en hann er sem stendur með hollenska landsliðinu sem leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM. Nistelrooy sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hann hugsaði aðeins um landsliðið núna, en benti á að átök hans við knattspyrnustjórann Alex Ferguson heyrðu nú sögunni til og tími væri kominn til að horfa fram á við.
Neitar alfarið að ræða Manchester United
