Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði.