Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea 31. maí 2006 21:22 Shevchenko er kominn til Chelsea NordicPhotos/GettyImages Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira