Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea 31. maí 2006 21:22 Shevchenko er kominn til Chelsea NordicPhotos/GettyImages Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira