Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi.
Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir a Salunen hafi mikla starfsreynslu í fyrirtækjaráðgjöf, sérstaklega við samruna og yfirtökur, yfirtökufjármögnun og í verkefnum tengdum óskráðum fyrirtækjum.
Þá hefur Pia Michelsson verið ráðin aðstoðarforstjóri Kaupthing Bank Oyj. Hún var áður framkvæmdastjóri eignastýringa bankans. Hún mun bera ábyrgð á þróun á þjónustu við alþjóðlega viðskiptavini. Ari Korhonen hefur ennfremur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra eignastýringar bankans í Finnlandi.