Markaveisla af bestu gerð 30. maí 2006 22:22 Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira