Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð.
