Dallas komið yfir 29. maí 2006 05:48 Dirk Nowitzki fór fyrir liði Dallas í sóknarleiknum í nótt og skoraði mest allra á vellinum, 28 stig. NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum. Leikurinn var nokkuð harður og var á tíðum heitt í kolunum milli leikmanna. Phoenix-liðið náði aldrei að keyra almennilega upp hraðann og spila sinn leik, en það var raunar aulagangur heimamanna í varnarfráköstunum sem gerði útslagið, því Dallas hélt forskoti sínu í restina með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Dirk Nowitzki var frábær í liði Dallas með 28 stig og 17 fráköst, Josh Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Jason Terry skoraði 19 stig. Þess má til gamans geta að Dallas hefur unnið 23 leiki og ekki tapað einum einasta í allan vetur þegar Josh Howard skorar yfir 20 stig. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 21 stig og 7 stoðsendingar, Boris Diaw skoraði 20 stig, Leandro Barbosa 17 stig, Tim Thomas var með 14 stig og 10 fráköst og Shawn Marion skoraði 10 stig og hirti 14 fráköst. Boris Diaw hefur nú skorað yfir 20 stig að meðaltali þrjá leiki í röð, en hann hefur aldrei áður gert það á ferlinum. Næsti leikur liðanna fer einnig fram í Phoenix. Þess má svo að lokum geta að fjórði leikur Miami og Detroit fer fram í kvöld og verður sá lykilleikur í einvíginu sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum. Leikurinn var nokkuð harður og var á tíðum heitt í kolunum milli leikmanna. Phoenix-liðið náði aldrei að keyra almennilega upp hraðann og spila sinn leik, en það var raunar aulagangur heimamanna í varnarfráköstunum sem gerði útslagið, því Dallas hélt forskoti sínu í restina með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Dirk Nowitzki var frábær í liði Dallas með 28 stig og 17 fráköst, Josh Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Jason Terry skoraði 19 stig. Þess má til gamans geta að Dallas hefur unnið 23 leiki og ekki tapað einum einasta í allan vetur þegar Josh Howard skorar yfir 20 stig. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 21 stig og 7 stoðsendingar, Boris Diaw skoraði 20 stig, Leandro Barbosa 17 stig, Tim Thomas var með 14 stig og 10 fráköst og Shawn Marion skoraði 10 stig og hirti 14 fráköst. Boris Diaw hefur nú skorað yfir 20 stig að meðaltali þrjá leiki í röð, en hann hefur aldrei áður gert það á ferlinum. Næsti leikur liðanna fer einnig fram í Phoenix. Þess má svo að lokum geta að fjórði leikur Miami og Detroit fer fram í kvöld og verður sá lykilleikur í einvíginu sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira