Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough bíður nú aðeins eftir því að miðjumaðurinn sterki George Boateng undirriti nýjan samning sem liggur á borðinu fyrir hann. Talið er víst að hinn þrítugi hollenski leikmaður skrifi undir samninginn á næstunni, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Samningaviðræðurnar hafa gengið erfiðlega fram til þessa, en nú vonast félagið til að landa undirskrift hans innan skamms.
