Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi 26. maí 2006 13:50 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira