Bryan Robson, stjóri West Brom, staðfesti í dag að félagið hefði neitað 3,5 milljón punda tilboði Tottenham Hotspur í varnarmanninn Curtis Davies. West Brom ætlar sér ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og ætlar að styrkja liðið en ekki veikja það að sögn Robson. Davies er U-21 árs landsliðsmaður Englands og talinn nokkuð efnilegur.
