Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. J
öfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. Stabæk er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig, níu stigum á eftir toppliðum Brann og Lillestrøm.
Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru í byrjunarliði Brann, sem vann Odd Grenland á útivelli 3-1. Ólafur fékk að líta gult spjald í leiknum.
Birkir Bjarnason lék síðari hálfleikinn með Viking Stavenger sem gerði markalaust jafntefli við Tromsö á útivelli. Þá er Stefán Gíslason í byrjunarliði Lyn, sem nú leikur við Rosenborg þar sem síðari hálfleikur er nýhafinn.