Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít 21. maí 2006 16:34 Ludovic Giuly (í miðjunni) fagnar hér Evróputitlinum með Barcelona í síðustu viku. Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira