Það var mikil dramatík í Árbænum í kvöld þegar Fylkir lagði Grindavík 2-1 í Landsbankadeild karla í knattspyru. Grindvíkingar voru yfir í leikhléi, en Sævar Þór Gíslason jafnaði metin fyrir heimamenn úr víti á 86. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Christian Christiansen þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Grindvíkingar léku manni færri frá 65. mínútu.
