Risser semur við Breiðablik
Karlalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni gerði í dag samning við namíbíska landsliðsmanninn Oliver Risser um að leika með liðinu í sumar, en hann hefur spilað í Þýskalandi um árabil. Þá hefur félagið fengið til sína tvo Serba til reynslu, þá Nenad Zivanovic og Srdjan Gasic.