Íslandsmeistarar Breiðabliks burstuðu Val 5-1 í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Stjörnuvelli í kvöld, eftir að hafa verið yfir 3-1 í hálfleik. Edda Garðarsdóttir og Vanja Stefanovic skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Guðný Óðinsdóttir skoraði mark Vals.
