Í dag var haldinn árlegur kynningarfundur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu þar sem forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Landsbankadeildinni spáðu í spilin fyrir komandi vertíð í sumar. Íslandsmeisturunum frá því í fyrra, FH og Breiðablik er spáð áframhaldandi velgengni í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig atkvæðin röðuðust upp í dag.
Landsbankadeild karla:
1. FH 268
2-3. ÍA 247
2-3. KR 247
4. Valur 225
5. Keflavík 170
6. Fylkir 150
7-8. Breiðablik 91
7-8. Grindavík 91
9. ÍBV 82
10. Víkingur 79
Landsbankadeild kvenna:
1 Breiðablik 187
2 Valur 153
3 KR 152
4 Stjarnan 128
5 Keflavík 73
6 FH 72
7 Fylkir 56
8 Þór/KA 43