Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða.
Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 5,3 prósent á milli mánaða.
Verð á tækjum og öðrum vörum til tómstundaiðkunar hækkaði um 3,2 prósent.
Verð á eigin húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,8 prósent, þar af voru áhrif af hækkun vaxta 0,06 prósent en 0,25 prósent af hækkun markaðsverðs.
Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,4 prósent.
Vísitalan hefur hækkað um 3,8 prósent undanfarna þrjá mánuði en það jafngildir 15,9 prósenta verðbólgu á ári.
Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent

Mest lesið

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent



Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent