Færri íbúðalán 10. maí 2006 10:34 Íbúðalánasjóður. Mynd/E.Ól. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að þetta kunni m.a. að eiga sér skýringu í hærri vaxtakjörum og að aðgengi að lánsfjármagni hefur dregist saman. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 15,9 milljónum í 18 milljónir 18. apríl síðastliðinn. Í mánaðarskýrslunni segir að lánin muni áfram vera bundin við brunabótamat en að fasteignamat lóðar komi nú til viðbóta við brunabótamatið. Í samræmi við breytingu laga um húsnæðislán frá 2004, um að hámarkslán skuli vera 90 prósent af sex mánaða meðaltalsverði íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þá hefði hámarkslán sjóðsins átt að vera 21,3 milljónir í dag. Hámarkslánin höfðu hins vegar ekki hækkað í heilt ár á meðan fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 30 til 40 prósent.„Lánin eru enn bundin við brunabótamat og þar sem fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið langt fram úr brunabótamati er ekki hægt að færa sterk rök fyrir því að hækkun hámarkslánsins í 18 milljónir sé þensluhvetjandi aðgerð," segir í mánaðarskýrslunni og bent á að lántakandi hafi möguleika á ótakmarkaðri lántöku í bankakerfinu, svo sem veðrými leyfir, þannig að þessi hækkun á hámarksláni Íbúðalánasjóðs ætti að hafa mjög lítil sem engin efnahagsleg áhrif. Áætlun Íbúðalánasjóðs gerir ráð fyrir að útlán sjóðsins verði 14-15 milljarðar króna frá öðrum ársfjórðungi og að útgáfa íbúðabréfa verði 10-11 milljarðar á sama tímabili. Áætlað er að endurskoða áætlanir vegna minnkandi umsvifa á fasteignamarkaði og má gera ráð fyrir að nýjar endurskoðaðar áætlanir verði birtar um næstu mánaðamót. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að þetta kunni m.a. að eiga sér skýringu í hærri vaxtakjörum og að aðgengi að lánsfjármagni hefur dregist saman. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 15,9 milljónum í 18 milljónir 18. apríl síðastliðinn. Í mánaðarskýrslunni segir að lánin muni áfram vera bundin við brunabótamat en að fasteignamat lóðar komi nú til viðbóta við brunabótamatið. Í samræmi við breytingu laga um húsnæðislán frá 2004, um að hámarkslán skuli vera 90 prósent af sex mánaða meðaltalsverði íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þá hefði hámarkslán sjóðsins átt að vera 21,3 milljónir í dag. Hámarkslánin höfðu hins vegar ekki hækkað í heilt ár á meðan fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 30 til 40 prósent.„Lánin eru enn bundin við brunabótamat og þar sem fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið langt fram úr brunabótamati er ekki hægt að færa sterk rök fyrir því að hækkun hámarkslánsins í 18 milljónir sé þensluhvetjandi aðgerð," segir í mánaðarskýrslunni og bent á að lántakandi hafi möguleika á ótakmarkaðri lántöku í bankakerfinu, svo sem veðrými leyfir, þannig að þessi hækkun á hámarksláni Íbúðalánasjóðs ætti að hafa mjög lítil sem engin efnahagsleg áhrif. Áætlun Íbúðalánasjóðs gerir ráð fyrir að útlán sjóðsins verði 14-15 milljarðar króna frá öðrum ársfjórðungi og að útgáfa íbúðabréfa verði 10-11 milljarðar á sama tímabili. Áætlað er að endurskoða áætlanir vegna minnkandi umsvifa á fasteignamarkaði og má gera ráð fyrir að nýjar endurskoðaðar áætlanir verði birtar um næstu mánaðamót.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira