Chris Paul nýliði ársins 8. maí 2006 22:15 Chris Paul er einhver allra besti leikstjórnandi sem komið hefur inn í deildina í mörg ár NordicPhotos/GettyImages Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina. Paul var lykilmaður spútnikliðs New Orleans/Oklahoma City Hornets í vetur, en liðið náði undraverðum árangri og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Chris Paul var efstur allra nýliða í stigum, stoðsendingum, stolnum boltum, mínútum og tvöföldum- og þreföldum tvennum í vetur. Hann skoraði að meðaltali 16,1 stig, gaf 7,8 stoðsendingar og stal 2,2 boltum. Þá náði hann 21 tvennu og 2 þrennum og spilaði 36,4 mínútur að meðaltali í leik. Paul var ekki valinn fyrr en númer fjögur í nýliðavalinu á síðasta ári, þrátt fyrir að vera almennt álitinn sá leikmaður sem mest gæti látið að sér kveða strax og hann kom inn í deildina. Segja má að spilamennska Paul hafi í raun farið fram úr björtustu vonum og er hann þegar orðinn einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er óeigingjarn leikmaður og hefur verið með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir velgengnina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina. Paul var lykilmaður spútnikliðs New Orleans/Oklahoma City Hornets í vetur, en liðið náði undraverðum árangri og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Chris Paul var efstur allra nýliða í stigum, stoðsendingum, stolnum boltum, mínútum og tvöföldum- og þreföldum tvennum í vetur. Hann skoraði að meðaltali 16,1 stig, gaf 7,8 stoðsendingar og stal 2,2 boltum. Þá náði hann 21 tvennu og 2 þrennum og spilaði 36,4 mínútur að meðaltali í leik. Paul var ekki valinn fyrr en númer fjögur í nýliðavalinu á síðasta ári, þrátt fyrir að vera almennt álitinn sá leikmaður sem mest gæti látið að sér kveða strax og hann kom inn í deildina. Segja má að spilamennska Paul hafi í raun farið fram úr björtustu vonum og er hann þegar orðinn einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er óeigingjarn leikmaður og hefur verið með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir velgengnina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira